Íslensk Hagfræði

Af einskærri forvitni um Hagfræði hef ég velt mér töluvert uppúr vaxtaákvörðunum seðlabankans.

Hvaða áhrif hafa þær á íslendinga. Mín skoðun þarf ekki að vera rétt en í mínu starfi hef ég hallast að því að vaxtahækkanir seðlabankans hafi valdið þenslu frekar en hitt. Rökstuðningur minn byggir á þeirri vitneskju að. þau lán sem hækkandi vextir hafa mest áhrif á eru skammtímalán eins og yfirdráttur. Hann er mikið notaður af húsbyggjendum til að framkvæma síðan þegar framkvæmd er lokið fá þessir sömu húsbyggjendur hagstæð lán á lágum vöxtum sem stýrast lítið af stýrivöxtum seðlabankans. Nema þá helst að þeir valda aukinni verðbólgu. Og hvað gerir húsbyggjandinn og framkvæmdaaðilinn til að minnka þennan vaxtakostnað. Hann flýtir sér að byggja. Sem veldur hærri kostnaði við húsbygginguna þar sem tími er minni til að spá í hvað hver hlutur kostar heldur er pressað á iðnaðarmenn að klára sem fyrst til að framkvæmdaaðilinn geti fengið hagstæðara lán.

 

þessi pressa veldur síðan þennslu þannig að ég velti því fyrir mér hvort háir stýrivextir seðlabankans geti einfaldlega verið þensluaukandi.

 

með hugsanakveðju um íslenskt Hagkerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband