Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Bankastjóraskipti

Bjarni Ármanns að hætta hjá Glitni eitthvað sem ég hélt að myndi gerast fyrir 2 árum eða ekki fyrr en eftir 3 ár en svona er ekki alltaf hægt að sjá hlutina fyrir. kannski er þetta samt bara sögusögn sem gengur hratt um netið og fréttamiðlana og verður í sjálfu sér ekki ljóst alveg strax hann var allavegana búinn að lýsa því yfir að hann myndi vera áfram ef hann fengi að ráða svo þetta kemur bara í ljós.

 

kosningar það styttist í þær og við framsóknarmenn biðjum til guðs um að fylgið eigi eftir að vera meira þegar tölurnar koma úr kössunum en það er því miður þannig að mér finnst framsóknarmenn full þögulir þessa dagana. kannski er ástæðan landsvirkjun og ríkisborgararéttur en ég veit ekki hver er raunveruleg ástæða og segi því bara komið í ljós framsóknarmenn svo við þeir allra hörðustu gleymum ykkur ekki.

 

 


Landbúnaður

 

Það er alveg merkilegt hvernig sum stjórnmálaöfl tala óábyrgt um landbúnað okkar íslendinga.

Það er talað um að auðlindir sjávar megi ekki lenda á fárra höndum hvað með auðlindir landsins. Ég vill geta fengið íslenskan mat framleiddan á íslandi og ég gæti alveg borgað mikið meira fyrir þennan mat og myndi gera það ef ég þyrfti.

En það geta ekki allir borgað meira fyrir hann og sumir ráða varla við verðið á honum í dag. Þessir forkólfar sumra stjórnmálahreyfinga vilja flytja inn allan mat ég spyr hvernig ætla þeir að borga fyrir þennan mat ef ekki með stóriðju eða öðrum útflutningi því einmitt þessir sömu flokkar vilja ekki stóriðju. Ég held að sumir af þessum flokkum geri sér alls ekki grein fyrir þeirri vinnu sem unnin er utan landbúnaðar eingöngu vegna landbúnaðarins. Kjötvinnslur iðnaðarmenn og alls kyns vinna sem verður til einmitt útaf þessum landbúnaði. Hættum að ríkisstyrkja landbúnaðinn og hugsum það til enda ef svo illa vildi til að það yrðu miklar hamfarir í evrópu sem illu matarskorti hvar stæðum við þá ef við værum hætt að framleiða mat.

 Kjötið verður ekki til í kjötvinnslunni því er ekki þannig farið.

 

kveðja Framsóknarmaðurinn í mér.

 


Launaleynd

 

Jæja Samfylkingin fann upp leið til að minnka þennsluna og lækka kaupmáttinn.

 Afnemum launaleynd með lögum.

 Launaleynd er engum til hagsbóta nema launþegum og það sem Samfylkingin ætlar að fá út með því að afnema launaleynd er að afnema kynbundinn launamun.

Það eru í raunveruleikanum til miklu betri leiðir til að leiðrétta kynbundinn launamun heldur en að setja lög á launaleynd. Til dæmis að benda stjórnendum fyrirtækja á það hvort þeir vilji að dætur þeirra hafi lægri laun en synir. Ég veit ég myndi ekki vilja það.

Mínar dætur eiga rétt á sömu launum og synir mínir en leiðin til að jafna kynbundinn launamun er ekki sú að afnema launaleynd því get ég lofað.

 

Eina sem gerist er að laun lækka almennt. Fyrirtæki taka upp jafngreiðslulaun fyrir alla sem vinna sömu eða svipaða vinnu óháð því hvernig viðkomandi stendur sig í vinnunni síðan verður betri einstaklingnum gert hærra undir höfði áfram einhvern veginn. Með því að borga honum einhverja óunna yfirvinnu eða annað álíka bull. Konur sem standa sig vel eiga að fá sömu laun og karlmenn sem standa sig vel. og hugsun atvinnurekenda á að vera á þann veg að sá sem stendur sig vel á skilið að fá góð laun fyrir sitt starf.

 

kveðja


Álver og virkjanir

Góðan daginn allir íslendingar.

 

Til hamingju Gnúpverjar þið leynið á ykkur núna sem endra nær.

 

Sumir vilja virkja og fá peninga aðrir vilja ekki virkja og þá um leið ekki fá peninga landsvirkjunnar en kannski þekkja þeir aðrar leiðir til að afla Skeiða og Gnúpverjahrepp tekna.

 

Ég velti því fyrir mér hvort ekki væri nær að nýta þessa náttúru til að fá inn meira fé. Því einhvern veginn finnst mér þetta allt snúast um fé..  úr bréfi ekki af holdi og blóði.

 

kveðja syfjaður hugsari


Múskó

Mér finnst þetta hreint og beint frábært. Sérstaklega í ljósi þess að bæði Byko og Húsasmiðjan haga sér mjög undarlega í viðskiptum.

Hef átt mikil viðskipti við báða þessa aðila og vildi alveg að Múrbúðin væri með útibú um allt land til að veita þessum aðilum samkeppni.

Það versta við öll þessi tilboð þeirra og það að fólk er farið að sjá í gegnum þau er að aðrar verslanir sem hafa áhuga á að vera með raunveruleg tilboð þegar það á við til að losa um vörulagera eða einfaldlega til að ná viðskiptavinum inní búðir sínar auglýsa tilboð og það verður afskaplega mátlaust þar sem fólk telur alla vera að blekkja eins og Múskó gerir.

kveðja Hugsarinn


mbl.is Múrbúðin kærir BYKO til Neytendastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband