Launaleynd

 

Jæja Samfylkingin fann upp leið til að minnka þennsluna og lækka kaupmáttinn.

 Afnemum launaleynd með lögum.

 Launaleynd er engum til hagsbóta nema launþegum og það sem Samfylkingin ætlar að fá út með því að afnema launaleynd er að afnema kynbundinn launamun.

Það eru í raunveruleikanum til miklu betri leiðir til að leiðrétta kynbundinn launamun heldur en að setja lög á launaleynd. Til dæmis að benda stjórnendum fyrirtækja á það hvort þeir vilji að dætur þeirra hafi lægri laun en synir. Ég veit ég myndi ekki vilja það.

Mínar dætur eiga rétt á sömu launum og synir mínir en leiðin til að jafna kynbundinn launamun er ekki sú að afnema launaleynd því get ég lofað.

 

Eina sem gerist er að laun lækka almennt. Fyrirtæki taka upp jafngreiðslulaun fyrir alla sem vinna sömu eða svipaða vinnu óháð því hvernig viðkomandi stendur sig í vinnunni síðan verður betri einstaklingnum gert hærra undir höfði áfram einhvern veginn. Með því að borga honum einhverja óunna yfirvinnu eða annað álíka bull. Konur sem standa sig vel eiga að fá sömu laun og karlmenn sem standa sig vel. og hugsun atvinnurekenda á að vera á þann veg að sá sem stendur sig vel á skilið að fá góð laun fyrir sitt starf.

 

kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband