Landbúnaður

 

Það er alveg merkilegt hvernig sum stjórnmálaöfl tala óábyrgt um landbúnað okkar íslendinga.

Það er talað um að auðlindir sjávar megi ekki lenda á fárra höndum hvað með auðlindir landsins. Ég vill geta fengið íslenskan mat framleiddan á íslandi og ég gæti alveg borgað mikið meira fyrir þennan mat og myndi gera það ef ég þyrfti.

En það geta ekki allir borgað meira fyrir hann og sumir ráða varla við verðið á honum í dag. Þessir forkólfar sumra stjórnmálahreyfinga vilja flytja inn allan mat ég spyr hvernig ætla þeir að borga fyrir þennan mat ef ekki með stóriðju eða öðrum útflutningi því einmitt þessir sömu flokkar vilja ekki stóriðju. Ég held að sumir af þessum flokkum geri sér alls ekki grein fyrir þeirri vinnu sem unnin er utan landbúnaðar eingöngu vegna landbúnaðarins. Kjötvinnslur iðnaðarmenn og alls kyns vinna sem verður til einmitt útaf þessum landbúnaði. Hættum að ríkisstyrkja landbúnaðinn og hugsum það til enda ef svo illa vildi til að það yrðu miklar hamfarir í evrópu sem illu matarskorti hvar stæðum við þá ef við værum hætt að framleiða mat.

 Kjötið verður ekki til í kjötvinnslunni því er ekki þannig farið.

 

kveðja Framsóknarmaðurinn í mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband