Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Blogg

Jæja það er sennilega ekki mín sterkasta hlið að koma skoðunum á blogg. En hvað um það hérna ætla ég að koma með eina speki í viðbót.

 

Hvernig ætli kosningarnar fari í vor og ég velti fyrir mér hvort það sé satt að búið sé að undirbúa stjórnarmyndun áður en til kosninga kemur. Kannski vill ég ekki trúa því í einfeldni minni að svo sé en svo má líkur að því leyða að menn séu búnir að tala saman áður en kosið  er einfaldlega til að finna púlsinn. Viðskipti eru jú þannig að púlsinn er þreifaður áður en nokkuð annað er gert svo kannski er það bara ekkert óeðlilegt að búið sé að ræða málin áður en vitað er með niðurstöðu.

 

 

kv


Leikskólar

leikskólar Leikskólagjöld og þjónusta leikskólanna er mér mjög hugleikið.

Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvernig Sveitarfélagið Árborg ætlar að laða að barnafólk. Þó veit ég að það er ekki með lágum leikskólagjöldum, þau eru þau hæst á landinu samkvæmt könnunum. Ekki er það með skilvirkri og gegnsærri stjórn á þeim málum heldur. Íbúðaverð er komið mjög nærri íbúðaverði í Reykjavík og nágrenni.

Mín spá er einfaldlega þrátt fyrir að ég hafi reynt að finna jákvæða pósta til handa bæjarfélaginu að innan skamms muni verða flótti héðan sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum.


Íslensk Hagfræði

Af einskærri forvitni um Hagfræði hef ég velt mér töluvert uppúr vaxtaákvörðunum seðlabankans.

Hvaða áhrif hafa þær á íslendinga. Mín skoðun þarf ekki að vera rétt en í mínu starfi hef ég hallast að því að vaxtahækkanir seðlabankans hafi valdið þenslu frekar en hitt. Rökstuðningur minn byggir á þeirri vitneskju að. þau lán sem hækkandi vextir hafa mest áhrif á eru skammtímalán eins og yfirdráttur. Hann er mikið notaður af húsbyggjendum til að framkvæma síðan þegar framkvæmd er lokið fá þessir sömu húsbyggjendur hagstæð lán á lágum vöxtum sem stýrast lítið af stýrivöxtum seðlabankans. Nema þá helst að þeir valda aukinni verðbólgu. Og hvað gerir húsbyggjandinn og framkvæmdaaðilinn til að minnka þennan vaxtakostnað. Hann flýtir sér að byggja. Sem veldur hærri kostnaði við húsbygginguna þar sem tími er minni til að spá í hvað hver hlutur kostar heldur er pressað á iðnaðarmenn að klára sem fyrst til að framkvæmdaaðilinn geti fengið hagstæðara lán.

 

þessi pressa veldur síðan þennslu þannig að ég velti því fyrir mér hvort háir stýrivextir seðlabankans geti einfaldlega verið þensluaukandi.

 

með hugsanakveðju um íslenskt Hagkerfi.


Fyrsta bloggfærsla

Jæja. Jæja: og Jæja,

 

Ég ætla að athuga hvort ég get haldið út bloggsíðu um ýmis þjóðfélagsmál sem mér eru hugleikinn. viðra þær skoðanir sem enginn annar hefur og stundum að tjá mig um annara skoðannir.

 

njótið vel


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband