Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Fólk og sannleikurinn

 

Ég skal segja mína skoðun.

Ég trúi hverju einasta orði af hennar orðum. þau eru sögð af hennar upplifun.

Hvert einasta orð satt og rétt ég efast ekki og mun aldrei efast um það.

Það er hvernig henni leið og hvað hún þurfti að þola hennar lýsingu hafa margir lesið.

Síðan ef háttvirt heimavarnarráð vildi tjá sig um málið kæmi þeirra upplifun af ástandinu.

þeir myndu örugglega segja satt og rétt frá efast ekki um það miðað við þeirra upplifun.

Þeir þurftu hins vegar ekki að þola meðferðina og því myndi þeirra saga alveg örugglega vera aðeins öðruvísi en ef þeir myndu tjá sig þá gæti hver og einn sem skilur þannig tjáningu lesið útúr þessum 2 skýringum sannleikann allann.

Því miður er það svo að bandaríkjamenn eru einstaklega hræddir við alls kyns ólöglega innflytjendur og þeir hafa sjálfsagt óttast mjög að fá svona myndarlega konu til landsins. Hún hafði sýnt sögu um að dveljast lengur en leyfi gera ráð fyrir og því óttuðust þeir eða þær örugglega bara að hún myndi ílengjast þarna og töldu réttast að koma henni sem fyrst úr landi.

Aðferðin sem þeir beita er hins vegar alröng það er alveg sama hvernig á það er litið þú lætur fólk ekki bíða og bíða og þú hlekkjar ekki saklaust fólk á höndum og fótum og jafnvel þó Erla væri hryðjuverkakona af verstu gerð er alveg óþarfi að hlekkja hendur og fætur fólks þegar það er samvinnufúst. En svona er ameríka klikkuð af hræðslu við hryðjuverk og ólöglega innflytjendur.

 


mbl.is Ekki vænisjúk húsmóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband