Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
21.11.2007 | 08:44
Húsnæðismál
Hvað á að gera hvernig á ungt fólk að byrja í dag.
1. atriði lækka stýrivexti í sambærilegt við aðrar evrópuþjóðir.
2. atriði leggja niður verðbætur.
Rökin eru einföld stýrivaxtahækkanir virka ekki á íslandi því þær hafa engin áhrif á langtímalán einstaklinga og fyrirtækja. Þennslan á íslandi er ekki eingöngu byggð á kaupsýki landans heldur einnig þeim stýrivöxtum sem eru í gangi.
þá þarf að lækka og það ekki í einhverjum þrepum heldur í einum hvelli niður í sambærilega vexti og eru í nágrannalöndum okkar taka af verðtrygginguna og láta slag standa. síðan þegar þessu öllu er lokið eins og segir í dýrunum í Hálsaskógi þá á bara að setja teskeið af pipar ekki Kíló eins og Davíð (sérfræðingur er að gera). Því ef langtímalánin okkar einstaklinga og fyrirtækja myndu vera á breytilegum vöxtum án verðtryggingar þá myndu vaxtahækkanir til að stemma stigu við þennslu virka. Ástæðan er einföld vextir hækka um 0,25 % í dag það gerist ekkert í buddunni minni þar sem ég er með öll mín lán á föstum vöxtum en verðtryggð og jafngreiðslu. humm jú 100.000-500.000 kallinn sem ég er með á yfirdrætti vextirnir á honum hækka en það skiptir engu máli 0,25 prósent vaxtahækkun á það er ekki nema 1250 kall á mánuði það er varla einn tvöfaldur á bar. Án þess að ég hafi barverðið nákvæmlega en það er allavegana bara ein bíóferð fyrir mig einan og miðað við mína fjölskyldu þá þyrfti að hækka vextina um 1,5% til að ég þyrfti að sleppa einni fjölskyldubíóferð.
Svo hvað gerist ég eyði ekki minna alls ekki.
hins vegar sá sem er að framkvæma kannski með 10-15 miljónir í yfirdrátt þar sem hann er að bíða eftir að allt verði lánshæft hann átti ekki mikið eigið fé nema það sem bundið var í húsnæði ekki búinn að selja það og já bara svona eðlilegur íslendingur vextirnir hjá honum hækka um 37.500 krónur á mánuði það er sirka vinna eins iðnaðarmanns í heilan dag. Hvað gerir hann jú hann sparkar fastar og rekur fastar á eftir hann hefur ekki tíma til að bíða eftir besta verði hann flýtir sér að framkvæma og veldur þennslu í kringum sig. Húsasmiðjan veit að Byko á ekki spýtuna sem hann vantar og gefur honum verra verð. Ef hann bíður eftir Byko spýtunni þá kostar það hann jafnvel meira í vexti en verðmunurinn er.
Ef framkvæmdalánið hans væri hins vegar á skikkanlegum vöxtum þá myndi hann ekki sparka í píparann heldur láta píparann elta sig. Tími til að fá og finna ódýrasta og besta og hagkvæmasta kostinn er ekki til vegna þess að framkvæmdalánið er of dýrt.
Hugsið ræðið og mótmælið ef þið viljið en hugsið samt áður en þið mótmælið þessum rökum.
Kveðja Hugsarinn sem hugsar öðruvísi en Davíð
Viðfangsefnið er að snúa þróun á húsnæðismarkaði við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar