Of mikill Hraði á aldrei rétt á sér

Góðan daginn.

Ég velti fyrir mér þegar menn segja að þarna sé umferðarhraðinn bara þessi. Það er á bilinu 70-80 km hraði.

Eru þá bara allir bílar sem óku þarna um á þessum tíma að fá sekt eða hvað er stórt hlutfall.

Ég er engan veginn nógu kunnugur staðháttum til að geta sagt að þarna sé vitlaus hraðatakmörkun eða eitthvað slíkt en ég veit hins vegar að á mörgum stöðum á okkar ágæta landi mætti spá meira í hámarkshraða og einnig vegmerkingar.

Mig langar alveg að vita hvað fóru margir bílar þarna um á þessum sama tíma til að geta sett þetta upp tölfræðilega.

bara dæmi þetta eru 422 bílar sem óku of hratt.

Ef það hafa ekið 4222 bílar þarna um þá er þetta bara 10 % ökumanna sem aka of hratt og þar af leiðandi finnst mér þetta vera réttur hámarkshraði hins vegar ef það hafa bara ekið 500 bílar þarna um á þessum tíma þá eru 85% ökumanna að aka of hratt og þá myndi ég jafnvel telja hraðatakmörkun ranga.

 

með von um góða helgi hjá öllum 

 

kveðja


mbl.is 422 ökumenn fá sekt fyrir að aka of hratt á Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband