Bændur.

Verð að segja að sem betur fer eiga fleiri en einn þingmaður ættir sínar að rekja til sveita landsins. Í raun held ég að þeir allir eigi ættir að rekja eitthvað útí sveit. Spurning hvort þeir muni eftir því hins vegar og spurning hvort þeir hafi lagt rækt við frændgarðinn í sveitinni. Ef svo er ekki þá ættu þeir kannski að byrja á því núna og fyndist mér tilvalið hjá Guðna þar sem hann hefur meiri tíma núna í stjórnarandstöðu að finna ættingja allra þingmanna landsins það er að segja þá sem ennþá búa í sveit og koma þeim saman. Þannig getum við held ég komið í veg fyrir það mikla slys sem orðið getur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég verð að segja að ég óttast ekki stóriðju þó ég sé ekki endilega sammála stóriðjustefnunni. Ég óttast miklu fremur um öll þau störf sem bændur landsins skapa ef innflutningur á landbúnaðarafurðum verður gerður frjáls. Ég hef nefnilega lúmskan grun  um að störfin sem bændur skapa umfram sín eigin séu í raun miklu fleiri heldur en nokkurn mann órar fyrir. Þá er ég ekki bara að tala um kúabændur og sauðfjárbændur, Heldur alla bændur hvort sem þeir eru ferðaþjónustu bændur hestamenn eða hvaða búskap þeir svo sem stunda.

 

Áfram íslenskt kindakjöt og nautakjöt segi ég þó við þurfum að borga meira fyrir það gerum öllum kleift að borða það með því að hafa verðið í lagi hvernig sem við förum að því það er annarra að finna útúr því ég hef mínar hugmyndir en yrði of lengi að koma þeim á blað til að nenna því í dag. Geri það kannski þegar fram líða stundir.

 

 

kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband