Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
25.10.2008 | 17:06
Hesturinn sem var í blómagarðinum talar vel.
Einmitt þetta er ekki ólíkt því sem ég hef sagt.
Ef þú lokar hestinn inni í blómagarðinum áttu þá að skjóta hann ef hann étur blómin.
Nei þú áttir aldrei að setja hestinn í blómagarðinn og alls ekki að reyna að planta fleiri blómum meðan hann var þar að éta.
Málið er einfalt allir sem eitthvað vita eiga að vita það.
Jöklabréf vegna mjög hárra stýrivaxta seðlabankans streymdu til landsins meðan við vorum að flytja inn þetta hélt genginu sterku meðan það átti að veikjast meðan framkvæmdirnar voru á svo miklu svingi að það hálfa væri hellingur og hvað gerði Björgólfur hann bara nýtti tækifærið tækifæri sem eru gefin af stjórnvöldum með því að hafa vextina svo háa að gengið er alltof sterkt.
einhvarsstaðar segir í hagfræðinni að frjálst flæði fjármagns eigi að leiða til þess að það sé sama hvar þú geymir peningana og á vöxtum hvaða lands gengið á að sjá til þess að þú fáir jafn margar krónur til baka eftir ár alveg sama í hvaða landi þú geymir miljónina.
Þannig að ef JPY gengið væri sett á 100 og fest þar það væri semsagt fastinn í heiminum þar sem það eru líklegast lægstu vextirnir í því landi þá ætti gengið á íslandi að veikjast gagnvart jpy um sirka 14,7% á ári mínus áhættu mun reyndar sem í einhverju tilfelli gæti talist vera 5-7% miðað við ísland. þannig að gengið ætti að veikjast á hverju ári sem nemur öllum prósentum yfir 5-7% vaxtamun.
Hvað segir það okkur.
Ísland hefur haft alltof háa stýrivexti undanfarin ár. Vexti sem hafa á allan hátt valdið undirliggjandi verðbólgu verðbólgu sem kemur ekki fram vegna þess að gengið er svo sterkt að helstu liðir verðbólguvísitölunnar telja ekki rétt.
Háir stýrivextir valda nefnilega því að einstaklingar og fyrirtæki framkvæma á ógnarhraða það er engin þolinmæði því framkvæmdalánið er svo dýrt.
Fyrir bragðið er allt gert frekar með hraði en hagkvæmni í huga sem veldur þennslu því allir þurfa að vinna hraðar og meira og þrýsta meira á að klára klára klára svo við getum fengið erlenda hagstæða lánið eða verðtryggða lánið á lágu vöxtunum. Hvað segir þetta okkur segið mer hvað ykkur finnst.
Þetta sterka gengi hefur síðan laðað til okkar erlent ódýrt vinnuafl sem hefur valdið í raun þennslu þar sem það hefur vantað íbúðir fyrir þetta fólk.
Það hefur verið tilbúið til að leigja saman einbýlishús á verði sem engin fjölskylda ræður við því það hafa verið 5-10 vinnandi að borga leiguna og því er hvert herbergi ekki svo dýrt þegar það eru 5-10 að borga 250.000 fyrir hús með mörgum herbergjum eða möguleika á að henda upp léttum veggjum í stofur og sérrými bílskúra og fleira. Þetta hefur valdið þennslu á leigumarkaði sem rak fólk í að kaupa sem olli síðan þennslu á húsnæðismarkaði í viðbót við aðgengið að lánsfé sem varð mun einfaldara.
Semsagt það hafa allar stærðir verið gerðar þannig að allt hefur verið á bullandi ferð en verðbólgan sem var undirliggjandi kom ekki í ljós vegna þess að gengið var svo sterkt og stærstu útgjaldaliðir heimilanna eru að koma í gegnum þá liði sem hafa kannski ekkert hækkað þar sem gengið var svo sterkt.
timbrið lækkaði iðnaðarmaðurinn hækkaði verðið var það sama engin verðbólga humm bíddu við ef gengið síðan leiðréttist vegna þess að það átti ekki að styrkjast og lækka verðið á timbrinu sem er innflutt þá verður verðbólguskot. iðnaðarmaðurinn getur ekki lækkað sig það má ekki lækka launin til að lækka verðbólguna því þá fer allt í kaos en kaupmáttaraukningin í landinu hefur verið keyrð áfram af lágu gengi og úffffffffffffffff. Gæti haldið endalaust áfram.
meinið liggur allt í hagstjórninni það þýðir ekki að hækka vexti til að minnka þennslu það þarf að veikja gengið til að minnka þennsluna á íslandi. Hærri vextir þegar þeir eru orðnir 10-12% hærri heldur en í nágrannalöndunum þeir auka þennsluna því þeir styrkja gengið sem aftur eykur flæði erlends vinnuafls sem einnig veldur þennslu á innlendum vörum og þjónustu því erlent vinnuafl þarf líka þjónustu og mat og fleira. En jæja eigum við ekki bara að segja eftir ónækvæma útreikninga að rétt skráning á krónu gagnvart evru sé sirka 150 krónur per evra. þá minnkar þennslan allavegana því allt hækkar og allir framkvæma minna. :) soldið abbsúrt en held næstum að það myndi virka best.
kveðja
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar